Upplýsingar og ráðstafanir vegna COVID-19
Hreinlæti og aðgerðir
Arctic Hotels setur öryggi gesta og starfsmanna í forgang og fylgist daglega náið með þróun mála vegna Covid-19 faraldursins.
Við leggjum mikið upp úr hreinlæti og höfum tekið upp viðbótaráðstafanir sem hér segir;
Við virðum 2 metra regluna öllum stundum. Höfum sett upp sérmerkingar þar sem við á og leggjum upp úr flæðisstýringu.
Starfsmenn okkar eru vel upplýstir um stöðu mála og nýjungar í hreinlætismálum. Sótthreinsispritt má finna á opnum svæðum hótelsins og aukin þrif hafa verið sett á sameiginlegum svæðum svo sem á hurðahúnum og öðrum snertiflötum.
Ráðstafanir hafa verið gerðar i morgunverðarsal. Þar er fyllsta hreinlætis gætt og matvælaöryggi okkur mikilvægt.
Við hvetjum alla okkar gesti til að þvo hendur oft á dag. Hvetjum fólk til að vera heldur heima ef það finnur fyrir einkennum.
Öll vinnum við saman að öryggi og þökkum fyrir ykkar skilning.
Morgunverður
Í ljósi COVID-19 má vera að morgunverðarsalur verði lokaður til að gæta fyllsta öryggis um heilbrigði og gæði. Vinsamlega hafðu samband við hótelið til að fá frekari upplýsingar um hvaða reglugerðir eru í gildi.
Frekari upplýsingar hægt að nálgast hér