VELKOMIN Á SAUÐÁRKRÓK

Umhverfisstefna Arctic hotels


• Við gefum gestum okkar val um hversu oft er skipt um handklæði og rúmföt og geta þeir þannig hjálpað til að huga að umhverfinu með því að draga úr orku-og vatnsnotkun.

• Við reynum alltaf að slökkva ljós og búnað sem er ekki í notkun t.d. þegar við yfirgefum herbergi. Við biðjum ykkur vinsamlegast að hafa það í huga.

• Við látum ekki renna vatni að óþörfu. Það væri mjög vel þegið ef þú vildir gera það líka.

• Við reynum alltaf að minnka úrgang með því að flokka ruslið. Við erum með flokkunaraðstöðu í gestamóttöu hótelsins. Vinsamlegast notaðu aðstöðuna eins og mögulegt er.

• Við kaupum vörur fyrir rekstur fyrirtækisins í heimabyggð ef því verður við komið. Það styður við atvinnu í samfélaginu og dregur úr flutningskostnaði.

• Við lágmörkum notkun á umbúðum með því að kaupa ekki inn vörur í litlum einingum heldur í stærri og skiptum út einnota hlutum fyrir margnota eða endurnýtanlega.

• Við gefum hlutfall af hagnaði fyrirtækisins eða tíma okkar til samfélagsverkefna og náttúruverndar.


Við stuðlum að fræðslu og ánægju. Vel upplýst starfsfólk er mikilvægur grunnur að velgengni fyrirtækisins og upplifun ferðamanna. Fyrirtæki okkar mun þjálfa starfsfólk og upplýsa gesti okkar um það sem við erum að gera og hverning þeir geta tekið virkan þátt í að hjálpa okkur að vera umhverfisvæn.